Borgaralegu flokkarnir vilja stjórnarmyndunarumboð Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. september 2018 19:00 Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49