Túfa hættir með KA eftir tímabilið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 17:49 Tólf ára KA-ganga Túfa er senn á enda. vísir/ernir Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira