Erlent

Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Ákærudómstóll hafði áður gefið út ákæru gegn Weinstein (t.v.) vegna brota gegn tveimur öðrum konum.
Ákærudómstóll hafði áður gefið út ákæru gegn Weinstein (t.v.) vegna brota gegn tveimur öðrum konum. Vísir/AP

Saksóknari í Manhattan í New York hefur ákært Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, vegna kynferðisbrots gegn konu sem átti sér stað árið 2006. Weinstein hefur áður verið ákærður vegna brota gegn tveimur öðrum konum.



AP-fréttastofan segir að nýju ásökununum hafi verið bætt við ákæru vegna brota sem áttu sér stað árin 2004 og 2013. Konan sakar Weinstein um að hafa neytt hana til munnmaka í júlí fyrir tólf árum.



Weinstein hefur neitað sök og lögmaður hans hefur dregið trúverðugleika kvennanna í efa. Önnur þeirra sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi. Þá sakar Lucia Evans, fyrrverandi leikkona, Weinstein um að hafa sömuleiðis neytt sig til munnmaka á skrifstofu hans árið 2004.


Tengdar fréttir

Weinstein segist saklaus

Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í New York og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×