Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 19:00 Hátt í tuttugu manns bjuggu á tjaldsvæðinu síðasta vetur. Ekki stendur til að bjóða upp á langtímaleigu þar í vetur. Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09
Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent