Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Bergþór Másson skrifar 12. ágúst 2018 14:16 Heiða Björg og Egill Þór borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Ernir Eyjólfsson / Hakon Broder Lund Heiða Björg Hilmisdóttir og Egill Þór Jónsson borgarfulltrúar voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddu þau stöðu heimilislausra í Reykjavík en þeim hefur fjölgað um 95% á fimm árum. Í júní í fyrra var gerð könnun þar sem kom í ljós að fjöldi heimilislausra eða utangarðs í Reykjavík eru 349. Það er 95% fjölgun frá árinu 2012, þegar fjöldinn var 179. Hægt er að skipta þessum hóp heimilisleysingja og utangarðsfólks í þrjá hópa eftir búsetu. Þriðjungur þessa hóps er inni á stofnunum, fangelsum eða geðdeildum, þriðjungur í varanlegri búsetu á vegum Reykjavíkurborgar og síðasti þriðjungurinn er ekki að leita sér þjónustu borgarinnar og eru á götunni. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir skammtíma lausnina við vandanum að byggja neyðarskýli og langtímalausnina að leysa vandamál leigumarkaðarins. „Neyðin er til staðar, vandin er raunverulegur, úrræðin eru ekki nógu mörg, það verður ða bregðast við strax, bæði við skammtíma vandanum og til lengri tíma.“ Egill segist vera hræddur um að borgin muni bara tala um lausnir en ekki framkvæma neitt. Þá segir hannn einnig að „stefna Samfylkingarinnar gerir það að verkum að Reykjavíkurborg vanrækir þennan hóp.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir það ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti sagt að Samfylkingin vanræki þennan hóp þegar hann er að „vanrækja þennan hóp í öllum sveitarfélögum í kringum okkur sem leiðir þá til þess að koma til Reykjavíkur.“ Að lokum segir Heiða lausnina á þessum vanda ekki einungis liggja hjá pólitíkusum heldur líka hjá sérfræðingum og fagfólki. „Aðstæður fólks sem eru heimilislaus eru svo grimmar, það eru svo margir vandar sem þau mæta sem við bara þekkjum ekki.“ Heiða fór einnig yfir fjölda úrræða og greindi frá því sem fyrri borgarstjórn hefur gert í málefnum heimilislausra á síðasta kjörtímabili í þættinum. Hér má hlusta á Sprengisand í heild sinni. Umræður um stöðu heimilislausra hefjast á 1:35:50. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir og Egill Þór Jónsson borgarfulltrúar voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddu þau stöðu heimilislausra í Reykjavík en þeim hefur fjölgað um 95% á fimm árum. Í júní í fyrra var gerð könnun þar sem kom í ljós að fjöldi heimilislausra eða utangarðs í Reykjavík eru 349. Það er 95% fjölgun frá árinu 2012, þegar fjöldinn var 179. Hægt er að skipta þessum hóp heimilisleysingja og utangarðsfólks í þrjá hópa eftir búsetu. Þriðjungur þessa hóps er inni á stofnunum, fangelsum eða geðdeildum, þriðjungur í varanlegri búsetu á vegum Reykjavíkurborgar og síðasti þriðjungurinn er ekki að leita sér þjónustu borgarinnar og eru á götunni. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir skammtíma lausnina við vandanum að byggja neyðarskýli og langtímalausnina að leysa vandamál leigumarkaðarins. „Neyðin er til staðar, vandin er raunverulegur, úrræðin eru ekki nógu mörg, það verður ða bregðast við strax, bæði við skammtíma vandanum og til lengri tíma.“ Egill segist vera hræddur um að borgin muni bara tala um lausnir en ekki framkvæma neitt. Þá segir hannn einnig að „stefna Samfylkingarinnar gerir það að verkum að Reykjavíkurborg vanrækir þennan hóp.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir það ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti sagt að Samfylkingin vanræki þennan hóp þegar hann er að „vanrækja þennan hóp í öllum sveitarfélögum í kringum okkur sem leiðir þá til þess að koma til Reykjavíkur.“ Að lokum segir Heiða lausnina á þessum vanda ekki einungis liggja hjá pólitíkusum heldur líka hjá sérfræðingum og fagfólki. „Aðstæður fólks sem eru heimilislaus eru svo grimmar, það eru svo margir vandar sem þau mæta sem við bara þekkjum ekki.“ Heiða fór einnig yfir fjölda úrræða og greindi frá því sem fyrri borgarstjórn hefur gert í málefnum heimilislausra á síðasta kjörtímabili í þættinum. Hér má hlusta á Sprengisand í heild sinni. Umræður um stöðu heimilislausra hefjast á 1:35:50.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira