Launahækkanir Maduro valda verslunum erfiðleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 14:00 Verslanir hafa átt í erfiðleikum með að fylla hillur sínar. Nú vegna mikilla launahækkana neyðast þær margar hverjar til að hætta. Vísir/EPA Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana. Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana.
Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00
Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16
Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00