Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“ Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira