Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 10:08 Frá vettvangi slyssins í Steinsholtsá í gær. Vísir Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn. Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn.
Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30