Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 10:08 Frá vettvangi slyssins í Steinsholtsá í gær. Vísir Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn. Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn.
Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30