Innlent

Banaslys í Steinsholtsá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin.

Konan var úrskurðuð látin þegar komið var á Landspítalann. Hún var á ferð með eiginmanni sínum þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá en töluvert vatn var í ánni.

Tildrög slyssins eru óljós en maðurinn var bæði blautur og kaldur þegar björgunarlið kom á staðinn.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.