Erlent

Enn eitt rútuslysið í Ekvador

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður bjögunarliðs segir að lík sjö fullorðinna og þriggja barna hafi fundist í rútunni.
Talsmaður bjögunarliðs segir að lík sjö fullorðinna og þriggja barna hafi fundist í rútunni. Mynd/Twitter/Bomberos cuenca
Tíu manns létu lífið í rútuslysi í Andesfjöllum í Ekvador í gær, en þetta er þriðja alvarlega rútuslysið í landinu á einungis þremur vikum.

Rútan var á leið frá bænum Loja í suðurhluta Perú þegar hún valt um tuttugu kílómetrum suður af bænum Cuenca.

Talsmaður bjögunarliðs segir að lík sjö fullorðinna og þriggja barna hafi fundist í rútunni, en auk þess slösuðust sextán manns í slysinu. Á myndum frá vettvangi má sjá rútuna liggjandi á hlið.

Alvarleg rútuslys í hafa verið tíð í Ekvador síðustu vikurnar, en um miðjan síðasta mánuð fórust 23 farþegar þegar rúta frá nágrannalandinu Kólumbíu lenti í slysi fyrir utan höfuðborgina Quito. Nokkrum dögum síðar létu svo tólf manns lífið þegar rúta með stuðningsmönnum fótboltaliðs lenti í slysi í suðurhluta Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×