Íslenski boltinn

Óli Stefán hættir hjá Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.
Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó

Óli Stefán Flóventsson mun ekki stýra liði Grindavíkur í Pepsi deild karla á næsta ári. Knattspyrnudeild Grindavíkur greindi frá þessu í fréttatilkynningu í kvöld.

Óli sagði sjálfur starfi sínu lausu samkvæmt tilkynningunni. Eftir að hafa stýrt Grindavíkurliðinu við góðan orðstýr á síðasta tímabili, þegar liðið var nýliði, var nokkur umræða um það síðasta haust hvort Óli yrði áfram þjálfari liðsins. Hann ákvað að taka annað ár með Suðurnesjaliðinu en ætlar að láta gott heita í haust.

Hann hefur verið við þjálfun í Grindavík í fjögur ár, eitt sem aðstoðarþjálfari og þrjú sem aðalþjálfari.

Grindavík er í sjötta sæti Pepsi deildarinnar með 25 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.