Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 13:30 Elon Musk hefur átt strembið ár. Vísir/Getty Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. Í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed endurtók hann ásakanirnar og hvatti blaðamanninn til að rannsaka fortíð kafarans. Vakti það mikla athygli fyrr í sumar þegar Musk kallaði Unsworth barnaperra, eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi Musk og aðkomu hans að björgun knattspyrnuliðsins, en Musk lét útbúa kafbát sem var þó ekki notaður við björgunaraðgerðir. Var Musk harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Unsworth og baðst að lokum afsökunar á þeim, eftir að Unsworth hafði hótað honum lögsókn. Í síðustu viku tók Musk hins vegar þráðinn upp að nýju og ýjaði enn að því að Unsworth væri barnaníðingur. Sagði Unsworth eftir það að tekið yrði á málinu.Vern Unsworth er breskur hellakafari og verðbréfamiðlari. Hann hefur verið búsettur í Tælandi um árabil.Vísir/EPAHvatti blaðamanninn til að hætta að „verja barnanauðgara“ Af þessu tilefni hafði blaðamaður Buzzfeed samband við Musk til þess að athuga hvort hann óttaðist lögsókn vegna ummæla sinna á Twitter, í ljósi þess að Unsworth hafði hótað lögsókn vegna fyrri ummæla Musk. Svaraði Musk um hæl og endurtók þá árásir sínar á Unsworth. Svo virðist sem að hann hafi haldið að efni tölvupósta hans til blaðamannsins yrði trúnaðarmál en í umfjöllun Buzzfeed kemur fram að blaðamaðurinn hafi aldrei samþykkt slíka kröfu og því líti vefmiðillinn á að efni tölvupóstanna hafi ekki verið trúnaðarmál. „Ég legg til að þú hringir í fólk sem þú þekkir í Taílandi og komist að því hvað sé nákvæmlega í gangi og hættir að verja barnanauðgara, helvítis fíflið þitt,“ skrifaði Musk í fyrsta tölvupóstinum til blaðamannsins áður en hann sagði að Unsworth hefði flutt til Taílands til þess að giftast tólf ára gamalli taílenskri stúlku.Sjá einnig:Musk segist hafa átt erfitt ár „Hvað varðar þessa hótanir um lögsókn, sem hurfu skyndilega þegar ég minntist á þetta, þá vona ég að hann lögsæki mig“, skrifaði Musk. Í frétt Buzzfeed segir að ekki sé vitað hvaðan Musk hafi þær uppýsingar sem staðhæfingar hans um fortíð Unsworth byggi á, né hvort hann búi yfir sönnunargögnum til þess að sýna fram á sannleiksgildi þeirra. Þá segir einnig í frétt Buzzfeed að rannsókn vefmiðilsins á fortíð Unsworth hafi ekki leitt neitt í ljós sem rennt geti stoðum undir fullyrðingar Musk.Frétt Buzzfeed má lesa í heild sinni hér.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. 29. ágúst 2018 09:00
Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54