Íslenski boltinn

KR-ingar áttu 233 fleiri heppnaðar sendingar en FH í skellinum í Kaplakrika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson í baráttu við KR-inginn Kennie Knak Chopart.
Davíð Þór Viðarsson í baráttu við KR-inginn Kennie Knak Chopart. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

KR-ingar steinlágu 4-0 á móti FH í 19. umferð Pepsi-deildar karla um síðustu helgi en þeir rústuðu samt FH-liðinu í heppnuðum sendingum í þessum leik.

Það er athyglisvert að skoða tölfræði Instat úr þessum leik KR og FH sem kom FH-ingum í rauninni aftur inn í baráttuna um Evrópusæti. FH-liðið jafnaði KR að stigum og minnkaði forskot Vesturbæinga í markatölu um átta mörk.

KR-liðið átti meira en tvöfalt fleiri heppnaðar sendingar í leiknum en FH-liðið. 490 af 599 sendingum KR-inga heppnuðust eða 82 prósent. 257 af 352 sendningum FH-liðsins heppnuðust eða 73 prósent.

KR var talsvert yfir meðaltali sínu í heppnuðum sendingum í þessum leik (358 heppnaðar sendingar í leik) en FH-ingar voru aftur á móti lang undir sínu meðaltali (442 heppnaðar sendingar í leik).

FH-ingar reyndu sem dæmi aðeins fimmtán sendingar inn í vítateig KR í öllum leiknum eða færri en öll hin liðin í nítjándu umferðinni. Aðeins átta þessara sendinga hittu FH-ing.

Leikmenn KR reyndu aftur á móti 46 sendingar inn í vítateig í leiknum og 17 þeirra fundu KR-inga.

FH-liðið reyndi ennfremur aðeins sex fyrirgjafir í öllum leiknum og aðeins ein þeirra heppnaðist. KR-ingar áttu hins vegar 28 fyrirgjafir í leiknum.

KR-ingar voru með boltann í 64 prósent leiktímans eða alls í 34 mínútur og 3 sekúndur. Það er tæpum fimmtán mínútum lengur en FH-liðið sem var með boltann í 19 mínútur og 20 sekúndur. Ekkert lið í þessari nítjándu umferð var skemur með boltann innan síns liðs.

Víkingar voru 26 sekúndur lengur með boltann í jafnteflisleik sínum á móti ÍBV.

Þessi taktík FH-liðsins að leyfa KR að vera með boltann heppnaðist greinilega fullkomlega því FH-liðið skoraði öll fjögur mörk leiksins og fagnaði mikilvægum sigri.

Heppnaðar sendingar í 19. umferð Pepsi-deildar karla:
(Tölfræði frá Instat)
1. KR 490
2. Fylkir 430
3. Breiðablik 414
4. Valur 405
5. Grindavík 385
6. ÍBV 354
7. Keflavík 301
8. Fjölnir 294
9. KA 290
10. FH 257
11. Víkingur 228
12. Stjarnan 212

Tími með boltann í 19. umferð Pepsi-deildar karla:
(Tölfræði frá Instat)
1. KR 34 mínútur og 3 sekúndur
2. Fylkir 32:33
3. Breiðablik 30:53
4. ÍBV 28:51
5. Grindavík 28:03
6. Fjölnir 26:12
7. Valur 26:00
8. KS 22:51
9. Stjarnan 22:35
10. Keflavík 21:02
11. Víkingur 19:46
12. FH 19:20

Sendingar inn í vítateig mótherjanna í 19. umferð Pepsi-deildar karla:
(Tölfræði frá Instat)
1. ÍBV 59 (25 heppnaðar)
2. KR 46 (17)
3. Breiðablik 40 (13)
4. Valur 39 (16)
5. Fjölnir 38 (16)
6. Grindavík 37
7. Stjarnan 34 (14)
9. KA 30 (8)
9. Fylkir 29 (18)
10. Keflavík 27 (14)
11. Víkingur 25 (14)
12. FH 15 (8)
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.