Erlent

Aldrei færri skráðir í ensku biskupakirkjuna

Kjartan Kjartansson skrifar
Þeim sem segjast trúlausir hefur fjölgað úr 41% í 52% í könnuninni.
Þeim sem segjast trúlausir hefur fjölgað úr 41% í 52% í könnuninni. Vísir/Getty

Aðeins fjórtán prósent Breta telja sig tilheyra ensku biskupakirkjunni ef marka má nýja skoðanakönnun og hafa þeir aldrei verið færri. Fyrir fimmtán árum sögðust 31% vera meðlimir kirkjunnar. Um helmingur segist nú ekki aðhyllast nein trúarbrögð.

Samkvæmt niðurstöðum Bresku samfélagskönnunarinnar (e. British Social Attitudes survey) telur aðeins eitt af hverjum tuttugu ungmennum í landinu sig vera trúað, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Um 70% af fólki á aldrinum 18-24 ára segjast ekki trúuð.

Mest hefur fækkað í hópi fólks á aldrinum 45 til 54 ára í kirkjunni. Fjöldi meðlima í kaþólsku kirkjunni, öðrum kristnum trúfélögum og öðrum trúarsöfnuðum hefur hins vegar nokkurn veginn staðið í stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.