Erlent

Hættir vegna áreitnimála

Lovísa Arnardóttir skrifar
Alex Salmond í kosningabaráttunni í fyrra
Alex Salmond í kosningabaráttunni í fyrra Vísir/Getty

Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær.

Segist hann þurfa að nýta tímann til að einbeita sér að því að verjast ásökunum um að hafa áreitt tvær konur kynferðislega í starfstíð sinni sem formaður flokksins og forsætisráðherra Skota.

Greint var fyrst frá ásökunum gegn honum á fimmtudaginn í síðustu viku. Skoska ríkisstjórnin staðfesti í kjölfarið að tvær kvartanir hefðu borist í janúar og að honum hefði verið tilkynnt um þær í mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.