Erlent

Brexit ýtir Panasonic til Hollands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Panasonic er einn stærsti raftækjaframleiðandi heims.
Panasonic er einn stærsti raftækjaframleiðandi heims. vísir/getty

Raftækjarisinn Panasonic mun flytja höfuðstöðvar sínar í Evrópu frá Bretlandi til Amsterdam síðar á þessu ári. Ákvörðunin tengist útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en forsvarsmenn fyrirtækisins segja óljóst hver áhrif Brexit á skattaumhverfi Bretlands kunni að verða.

Panasonic er aðeins eitt fjölda stórfyrirtækja sem hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Bretlandseyjum fyrir 19. mars næstkomandi. Þá þurfa Bretar að segja skilið við Evrópusambandið en svo gæti farið að enginn samningur náist milli sambandsins og breskra stjórnvalda fyrir útgönguna.

Stjórnmálaskýrendur segja að ef Bretland gengur samningslaust úr út Evrópusambandinu gæti það haft geigvænleg áhrif á efnahagskerfi landsins. Því hafi stórfyrirtæki ákveðið að taka föggur sínar og flytja frá Bretlandseyjum, áður en til hugsanlega útgönguskellsins kemur.

Meðal fyrirtækja sem íhuga að flytja höfuðstöðvar eru flugvélaframleiðandinn Airbus og fjarskiptafyrirtækið Vodafone. Þá hefur rekstaraðili Heathrow-flugvallar gefið það út að hann muni flytja alþjóðlegar höfuðstöðvar sínar til Amsterdam í aðdraganda Brexit, rétt eins og Panasonic.

Í samtali við breska ríkisútvarpið segir forstjóri raftækjarisans að óljóst er hversu mörgum starfsmönnum fyrirtækisins býðst að halda vinnu sinni eftir flutninginn til Hollands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.