Enski boltinn

Danskur landsliðsmaður reitir Tony Pulis til reiði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Braithwaite vill komast til Spánar. Hér er hann með danska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar.
Martin Braithwaite vill komast til Spánar. Hér er hann með danska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty
Tony Pulis er líklegur til að koma Middlesbrough aftur upp í ensku úrvalsdeildina en þessum fyrrum sjóri Stoke City er ekkert sérstaklega sáttur með einn sinn besta leikmann í dag.

Danski landliðsframherjinn Martin Braithwaite hefur nefnilega beðið um það að fá að yfirgefa Middlesbrough en félagskiptaglugginn í Evrópu lokar á morgun.

Hinn 27 ára gamli Braithwaite, sem var með danska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar, vill komast til liðs á Spáni.

„Ég verð mjögm mjög vonsvikinn þegar menn koma hingað, eyða hér stuttum tíma og eru síðan að leita eftir að komast strax í burtu,“ sagði Tony Pulis við BBC Radio Tees.





Það fylgir ekki sögunni hvaða spænska félag hefur áhuga að þessum danska landsliðsframherja.

Martin Braithwaite kom til Middlesbrough frá franska liðinu Toulouse í júlí í fyrra og gerði þá fjögurra ára samning.

Braithwaite hefur byrjað tímabilið mjög vel og er með þrjú mörk í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. Hann skorðai 6 mörk í 21 leik í fyrra áður en hann var lánaður til franska liðsins Bordeaux í janúar.

Tony Pulis var þekktur hér á landi fyrir að setja íslenska fótboltamenn út í kuldann og nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir með Martin Braithwaite.

„Hann hefur verið einn af okkar bestu leikmönnum á tímabilinu en er að hugsa um að komast eitthvað annað. Martin er ekki slæmur strákur og hefur lagt mikið á sig. Ég vil samt hafa hjá mér leikmenn sem vilja spila fyrir félagið,“ sagði Pulis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×