Erlent

Ardern kemur í veg fyrir launahækkanir þingmanna

Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. VÍSIR/AFP

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands hefur fryst laun þingmanna þar í landi til að minnka ójöfnuð. Ráðherrann sagði að launahækkarnir þingmanna væru úr takt við hækkanir annarra landsmanna og væru ekki til þess fallnar til að koma á sátt í landinu.

Laun og aðrar greiðslur til þingmanna hafa verið frystar þangað til í júli á næsta ári. Ardern sagði að þetta væri það eina rétta og að ekki væri um neins konar niðurskurð að ræða, heldur væri tilgangurinn að búa til réttlátara samfélag á Nýja Sjálandi.

Til stóð að hækka laun þingmanna um þrjú prósent og var það kveikjan að ákvörðuninni. Þótti ráðherranum það ekki viðeigandi þar sem kjarabarátta hefur verið fyrirferðamikil á Nýja Sjálandi það sem af er ári og hafa meðal annars kennarar og hjúkrunarfræðingar farið í verkfall.

Sjálf er Ardern fimmti launahæsti þjóðarleiðtogi OECD-ríkjanna og þénar meira en forsætisráðherrar Kanada og Bretlands, Justin Trudeau og Theresa May.

Mikil ánægja virðist ríkja með ákvörðun Ardern meðal almennings í Nýja Sjálandi. Stjórnmálaskýrendur hafa þó einhverjir sagt að útspilið sé aðeins hégómleg tilraun til þess að bæta ímynd ríkisstjórnarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.