Óli segir FH í tilvistarkreppu: „Erfitt að vita hvernig maður á að haga sér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 11:00 S2 Sport Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sérstakur gestur í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Gengi FH í sumar hefur ekki staðið undir væntingum í Hafnarfirði og sagði Ólafur félagið vera í tilvistarkreppu. FH hefur verið eitt besta lið Íslands síðustu ár en átti vonbrigðatímabil í fyrra og þetta tímabil er ekki skárra, FH er í hættu á að missa af Evrópusæti í fyrsta skipti í meira en áratug. Ólafur tók við þjálfun FH síðasta haust eftir brotthvarf Heimis Guðjónssonar. Var verkefnið stærra en hann bjóst við?FH-ingar hafa þurft að horfa upp á mörg lið fagna mörkum gegn sér í sumarvísir/bára„Já, það er það. Það er stærra en ég gerði mér grein fyrir að mjög mörgu leiti, ekki bara því sem snýr að liðinu sem er að spila,“ svaraði hreinskilinn Ólafur þegar Gunnar Jarl Jónsson bar upp spurninguna í þætti gærkvöldsins. „FH er á vissan hátt í tilvistarkreppu, maður getur nefnt það það, árangurinn hefur verið með eindæmum góður síðustu fimmtán árin og allt í einu stendur félagið frammi fyrir því að árangurinn er ekki eins góður og menn hafa verið vanir.“ „Þá er svolítið erfitt að stíga þar inn og vita hvernig maður á að haga sér.“ FH er í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir KR í fjórða sætinu, sem er síðasta sætið sem veitir þáttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári. Liðið hefur aðeins unnið sex af 17 deildarleikjum sínum og ekki náð í sigur í síðustu þremur leikjum. „Síðan eru gerðar ákveðnar breytingar í haust á þjálfaramálum. Farsæll þjálfari stoppar og annar tekur við. Það var alveg ósk stjórnar og þeirra sem réðu mig að fara í ákveðnar breytingar og við erum bara þar ennþá.“ „Það sem ég er ósáttur við er stigasöfnunin að sjálfsögðu en við erum bara ennþá í ákveðnu umróti. Ég er ráðinn til þess að gera hlutina á minn hátt. Það er pínu lítið þannig að maður þarf að laga sig að því eða þeir geta ekki verið með,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sérstakur gestur í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Gengi FH í sumar hefur ekki staðið undir væntingum í Hafnarfirði og sagði Ólafur félagið vera í tilvistarkreppu. FH hefur verið eitt besta lið Íslands síðustu ár en átti vonbrigðatímabil í fyrra og þetta tímabil er ekki skárra, FH er í hættu á að missa af Evrópusæti í fyrsta skipti í meira en áratug. Ólafur tók við þjálfun FH síðasta haust eftir brotthvarf Heimis Guðjónssonar. Var verkefnið stærra en hann bjóst við?FH-ingar hafa þurft að horfa upp á mörg lið fagna mörkum gegn sér í sumarvísir/bára„Já, það er það. Það er stærra en ég gerði mér grein fyrir að mjög mörgu leiti, ekki bara því sem snýr að liðinu sem er að spila,“ svaraði hreinskilinn Ólafur þegar Gunnar Jarl Jónsson bar upp spurninguna í þætti gærkvöldsins. „FH er á vissan hátt í tilvistarkreppu, maður getur nefnt það það, árangurinn hefur verið með eindæmum góður síðustu fimmtán árin og allt í einu stendur félagið frammi fyrir því að árangurinn er ekki eins góður og menn hafa verið vanir.“ „Þá er svolítið erfitt að stíga þar inn og vita hvernig maður á að haga sér.“ FH er í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir KR í fjórða sætinu, sem er síðasta sætið sem veitir þáttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári. Liðið hefur aðeins unnið sex af 17 deildarleikjum sínum og ekki náð í sigur í síðustu þremur leikjum. „Síðan eru gerðar ákveðnar breytingar í haust á þjálfaramálum. Farsæll þjálfari stoppar og annar tekur við. Það var alveg ósk stjórnar og þeirra sem réðu mig að fara í ákveðnar breytingar og við erum bara þar ennþá.“ „Það sem ég er ósáttur við er stigasöfnunin að sjálfsögðu en við erum bara ennþá í ákveðnu umróti. Ég er ráðinn til þess að gera hlutina á minn hátt. Það er pínu lítið þannig að maður þarf að laga sig að því eða þeir geta ekki verið með,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira