Ákærur gegn lögreglustjóra vegna Hillsborough felldar niður Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 10:22 Bettison hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að hafa reynt að skella skuldinni á Liverpool-stuðningsmenn til að fegra hlut lögreglunnar í harmleiknum. Vísir/EPA Saksóknarar á Englandi hafa ákveðið að fella niður ákærur á hendur fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri vegna Hillsborough-slyssins. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum. Norman Bettison var ákærður fyrir brot í starfi í fyrra. Hann var sakaður um að hafa gefið rannsakendum rangar eða misvísandi lýsingar á viðbrögðum lögreglu eftir slysið á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool létust í miklum troðningi sem myndaðist í annarri endastúku vallarins þar sem undanúrslitaleikur ensku bikarkeppninnar var leikinn. Ákærur á hendur fyrrverandi yfirmönnum lögreglunnar voru gefnar út í kjölfar þess að kviðdómendur í réttarrannsókn sem lauk árið 2016 komust að þeirri niðurstöðu að gróf vanræksla skipuleggjenda og lögreglu hafi verið ástæða þess að slysið átti sér stað. Bettison hafði óskað eftir því að ákærurnar yrðu látnar falla niður en hann hefur alla tíð neitað að hafa gert nokkuð af sér. Taka átti mál hans fyrir dómi í dag en saksóknarar tilkynntu þá að málið hefði verið fellt niður, að því er segir í frétt The Guardian. Lögreglumaðurinn hefur meðal annars verið sakaður um að hafa reynt að koma sökinni af því hvernig fór á stuðningsmenn Liverpool og ljúga til um hvernig slysið bar að, meðal annars með því að breyta yfirlýsingum lögregluþjóna sem voru við störf á Hillsborough. Hillsborough-slysið Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00 Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00 Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44 Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Saksóknarar á Englandi hafa ákveðið að fella niður ákærur á hendur fyrrverandi yfirmanni lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri vegna Hillsborough-slyssins. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum. Norman Bettison var ákærður fyrir brot í starfi í fyrra. Hann var sakaður um að hafa gefið rannsakendum rangar eða misvísandi lýsingar á viðbrögðum lögreglu eftir slysið á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool létust í miklum troðningi sem myndaðist í annarri endastúku vallarins þar sem undanúrslitaleikur ensku bikarkeppninnar var leikinn. Ákærur á hendur fyrrverandi yfirmönnum lögreglunnar voru gefnar út í kjölfar þess að kviðdómendur í réttarrannsókn sem lauk árið 2016 komust að þeirri niðurstöðu að gróf vanræksla skipuleggjenda og lögreglu hafi verið ástæða þess að slysið átti sér stað. Bettison hafði óskað eftir því að ákærurnar yrðu látnar falla niður en hann hefur alla tíð neitað að hafa gert nokkuð af sér. Taka átti mál hans fyrir dómi í dag en saksóknarar tilkynntu þá að málið hefði verið fellt niður, að því er segir í frétt The Guardian. Lögreglumaðurinn hefur meðal annars verið sakaður um að hafa reynt að koma sökinni af því hvernig fór á stuðningsmenn Liverpool og ljúga til um hvernig slysið bar að, meðal annars með því að breyta yfirlýsingum lögregluþjóna sem voru við störf á Hillsborough.
Hillsborough-slysið Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00 Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00 Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44 Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Þorvaldur um Hillsborough: Þetta er eitthvað sem menn gleyma ekki í bráð Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu sína upplifun af Hillsborough-slysinu í Messunni. 3. maí 2016 16:00
Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fótboltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. 27. apríl 2016 07:00
Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Yfirlögregluþjónn sem stjórnaði löggæslu þegar 96 stuðningsmenn Liverpool fórust á Hillsborough-vellinum árið 1989 er ákærður fyrir manndráp vegna grófrar vanrækslu. Fimm aðrir, lögreglumenn, lögmaður og yfirmaður hjá Sheffield Wednesday, eru einnig ákærðir fyrir önnur brot. 28. júní 2017 10:44
Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. 17. nóvember 2017 10:00