Erlent

Vatn á yfirborði tunglsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Ísinn fannst í gígum við póla tunglsins og á stöðum þar sem sólin nær nánast aldrei til.
Ísinn fannst í gígum við póla tunglsins og á stöðum þar sem sólin nær nánast aldrei til. Vísir/NASA
Geimvísindamenn segjast hafa sannreynt með afgerandi hætti að finna má frosið vatn á yfirborði tunglsins. Ísinn er að finna við báða póla tunglsins og gæti nýst mönnum ef/þegar þeir ferðast aftur til tunglsins. Ísinn fannst í gígum við póla tunglsins og á stöðum þar sem sólin nær nánast aldrei til.



Það var löngu vitað að finna mætti vatn á tunglinu. Árið 2008 greindu vísindamenn sýni frá tunglinu sem geimfarar Apollo 15 söfnuðu og komust að því að þar mátti finna vatn. Frekari upplýsingar um leitina að vatni á tunglinu má finna hér á Space.com.



Vísindamennirnir sem fundu ísinn notuðust við gervihnött NASA sem heitir Moon Mineralogy Mapper eða M3. Með gervihnettinum gátu þeir greint vatn í fljótandi formi, gufu eða ís.

„Með nægjanlegan ís á yfirborðinu (innan nokkurra millimetra) væri vatn nýtanlegt fyrir framtíðar leiðangra til að kanna og jafnvel setjast að á tunglinu, og mögulega væri auðveldara að nálgast það en vatn sem greinst hefur undir yfirborði tunglsins,“ segir á vef NASA.



Vísindamenn NASA ætla sér að rannsaka ísinn frekar og reyna að komast að því hvaðan vatnið kemur og ýmislegt fleira.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×