Íslenski boltinn

Morten Beck með slitið krossband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Beck í leik með KR.
Beck í leik með KR. vísir/vilhelm
Danski hægri bakvörðurinn, Morten Beck, er með slitið krossband og rifinn liðþófa. Hann spilar því ekki meira með KR á þessari leiktíð.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, staðfesti þetta í samtali við fótboltavefsíðuna 433 en danski bakvörðurinn hefur spilað vel með KR undanfarinn tvö ár.

Samkvæmt frétt 433 verður Morten frá í átta til tíu mánuði og eru því litlar líkur að hann verði klár er fótboltatímabilið hefst á Íslandi næsta sumar.

Beck er að renna út á samningi hjá KR og því ekki ljóst hvort að hann verði áfram hjá KR eða á Íslandi. Hann hafði leikið alla leiki KR 2016 og 2017.

KR er í baráttu við meðal annars FH og Grindavík um Evrópusæti en liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar eftir góðan sigur á Akureyri um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×