Olíuiðnaðurinn vill almannafé til að verja sig fyrir áhrifum loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 16:42 Flóðgátt og sjóvarnargarður nærri olíuhreinsistöð í Texas. Olíuiðnaðurinn vill að alríkisstjórnin hjálpi að verja hann fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Vísir/AP Líklegt er að almannafé verði notað til að fjármagna á annað hundruð kílómetra sjóvarnargarða og annarra flóðavarna með fram ströndum Texas í Bandaríkjunum til þess að verjast auknum ágangi sjávar vegna loftslagsbreytinga. Varnargarðarnir eiga að verja olíuvinnslu- og hreinsistöðvar. Hækkandi sjávarstaða og stærri sjávarflóð eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Meginorsök loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, kolum og gasi. Yfirvöld í Texas undirbúa nú varnir við öflugri stormum og flóðum, ekki síst eftir eyðilegginguna sem fellibylurinn Harvey olli þar í fyrra. AP-fréttastofan segir að hluti af vörnunum sé fyrir iðnaðarsvæði suður af Houston þar sem mesti fjöldi olíuvinnslustöðva í heiminum er saman kominn. Varnargarðarnir fyrir það svæði eru taldir munu kosta að minnsta kosti 3,9 milljarða dollara. Féð muni að nær öllu leyti koma úr opinberum sjóðum. Þingmenn Repúblikanaflokksins frá Texas hafa öllu jafna lagst gegn auknum opinberum útgjöldum en þeir styðja framkvæmdirnar nú. Þeir hafa jafnframt hafnað niðurstöðum loftslagsvísinda. Þetta gagnrýna náttúruverndarsamtök sem saka olíu- og gasiðnaðinn að fá „frítt far“ hjá skattgreiðendum. Embættismenn ríkisins halda því hins vegar fram að það sé spurning um þjóðaröryggi að gæta öryggis olíuiðnaðarins. Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Líklegt er að almannafé verði notað til að fjármagna á annað hundruð kílómetra sjóvarnargarða og annarra flóðavarna með fram ströndum Texas í Bandaríkjunum til þess að verjast auknum ágangi sjávar vegna loftslagsbreytinga. Varnargarðarnir eiga að verja olíuvinnslu- og hreinsistöðvar. Hækkandi sjávarstaða og stærri sjávarflóð eru á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Meginorsök loftslagsbreytinga er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, kolum og gasi. Yfirvöld í Texas undirbúa nú varnir við öflugri stormum og flóðum, ekki síst eftir eyðilegginguna sem fellibylurinn Harvey olli þar í fyrra. AP-fréttastofan segir að hluti af vörnunum sé fyrir iðnaðarsvæði suður af Houston þar sem mesti fjöldi olíuvinnslustöðva í heiminum er saman kominn. Varnargarðarnir fyrir það svæði eru taldir munu kosta að minnsta kosti 3,9 milljarða dollara. Féð muni að nær öllu leyti koma úr opinberum sjóðum. Þingmenn Repúblikanaflokksins frá Texas hafa öllu jafna lagst gegn auknum opinberum útgjöldum en þeir styðja framkvæmdirnar nú. Þeir hafa jafnframt hafnað niðurstöðum loftslagsvísinda. Þetta gagnrýna náttúruverndarsamtök sem saka olíu- og gasiðnaðinn að fá „frítt far“ hjá skattgreiðendum. Embættismenn ríkisins halda því hins vegar fram að það sé spurning um þjóðaröryggi að gæta öryggis olíuiðnaðarins.
Fellibylurinn Harvey Loftslagsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira