Erlent

Fyrsta heimsókn páfa til Írlands í 39 ár

Andri Eysteinsson skrifar
Frans páfi í miðið milli Michael Higgins forseta Írlands og eiginkonu hans Sabinu Coyne
Frans páfi í miðið milli Michael Higgins forseta Írlands og eiginkonu hans Sabinu Coyne
Frans páfi hóf í dag fyrstu heimsókn páfa til Írlands síðan að Jóhannes Páll II. heimsótti eyjuna grænu á haustmánuðum ársins 1979.

Páfi lenti í Dublin klukkan hálf ellefu að staðartíma, þar biðu hans biskupar sem tóku á móti honum og þaðan er haldið beint til heimilis írska forsetans Michael Higgins.

Heimsóknin sem er hluti viðburðar kaþólsku kirkjunnar sem haldinn er á þriggja ára fresti sem ber nafnið World Meeting of Families eða heimsfundur fjölskyldna. Heimsókn páfa lýkur á morgun, sunnudag.

Heimsóknin á sér stað á erfiðum tíma fyrir kaþólsku kirkjuna en undanfarið hefur umræða um misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar verið háværari og þá sérstaklega í Írlandi.



New York Times greinir frá að Frans sem fordæmdi kynferðisbrot kaþólskra presta í vikunni hefur ákveðið að hitta og funda með fórnarlömbum á meðan að á heimsókn hans stendur.

Miklar breytingar hafa orðið í Írlandi undanfarin ár þar sem frjálslyndari stefnur hafa tekið við kaþólskum gildum en kirkjan hefur í mörg ár haft mikil ítök í Írlandi.

Sem dæmi um vel heppnaðar breytingar í landinu tekur forsætisráðherrann Leo Varadkar, sem er samkynhneigður við páfa í Dyflinnarkastala í dag.

Samkynhneigð var afglæpavædd í landinu 1993 og hjónabönd samkynhneigðra leyfð árið 2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×