Enski boltinn

Mignolet: Af hverju fær Karius að fara en ekki ég?

Dagur Lárusson skrifar
Simon Mignolet.
Simon Mignolet. vísir/getty
Simon Mignolet, leikmaður Liverpool, undrar sig á því hvers vegna Loris Karius fékk að yfirgefa Liverpool í sumarglugganum en ekki hann.

Liverpool styrkti sig í sumarglugganum í markvarðarstöðunni þegar Alisson gekk til liðs við félagið og var það því nokkuð ljóst að hvorki Mignolet né Karius myndi fá mikið af mínútum á komandi leiktíð. Karius var sendur á lán til Besiktas í gær en Mignolet er ekki sáttur með það

„Lánsamningur Karius breytir minni stöðu ekkert,“ sagði Mignolet.

„Ég vil spila, það skiptir ekki máli hvort ég sé númer 1 eða 2 hjá Liverpool, það breytir ekki minni afstöðu, spiltíminn er það langmikilvægasta.“

„Það hefur enginn talað við mig síðan Karius fór. Ég veit ekki hvernig framtíð mín hjá Liverpool er, við munum sjá hvernig þetta þróast í vikunni.“

„Markvörður sem var á undan mér í goggunarröðunni fékk að fara á lán, en ekki ég, það er undarlegt.“    


Tengdar fréttir

Karius: Ég gekk aldrei einn

Loris Karius gekk til liðs við Besiktas í gær á tveggja ára lánsamning en hann kvaddi Liverpool og stuðningsmenn þeirra á fallegan hátt í dag á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×