Enski boltinn

Búið að staðfesta lánssamning Karius í Tyrklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karius hendir boltanum í Benzema og inn í markið í úrslitaleiknum í vor
Karius hendir boltanum í Benzema og inn í markið í úrslitaleiknum í vor vísir/afp
Markvörðurinn Loris Karius hefur verið lánaður til tyrkneska liðsins Besiktas frá Liverpool. Lánssamningurinn er til tveggja ára.

Karius tók sæti aðalmarkvarðar Liverpool á síðasta tímabili en hann gerði tvö stór mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem gáfu Real sigurinn og gerðu í raun út um feril markvarðarins hjá Liverpool.

Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp hefur varið Karius í fjölmiðlum en stuðningsmenn félagsins vildu fá annan mann í markið eftir þetta og Liverpool keypti Brasilíumanninn Alisson í sumar.

Karius var á bekknum í fyrsta leik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en utan hóps í síðustu tveimur leikjum.

Besiktas byrjaði tímabilið í Tyrklandi á tveimur sigrum í tveimur leikjum.



 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×