Níu ár síðan að lið féll síðast í ágústmánuði: Keflavík setti tvö óvinsæl met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 14:30 Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Keflavík. Fréttablaðið/Þórsteinn Keflvíkingar eru fallnir úr Pepsi-deildinni þrátt fyrir að Suðurnesjaliðið eigi enn eftir að spila fjóra leiki á tímabilinu. Keflavík er tólf stigum á eftir Fylki og Fjölni og gæti því náð þeim báðum að stigum ef þau ættu ekki eftir að mætast. Fylkir og Fjölnir eiga hins vegar eftir að mætast og enda því ekki bæði með 16 stig. Keflavík kemst því aldrei upp fyrir þau bæði og er fallið í Inkasso deildina. Keflavík varð þar með fyrsta liðið til að falla úr tólf liða deild með tólf stig ennþá í pottinum. Tólf liða deild var tekin upp árið 2008. Það voru ennfremur liðin níu ár síðan að lið féll síðast í ágústmánuði en Þróttarar féllu á síðasta degi ágústmánaðar árið 2009. Keflavíkingar slógu aftur á móti það met í sumar og hefur því sett tvö óvinsæl met í tólf liða deild. Keflavíkurliðið hefur aðeins náð í samtals fjögur stig úr átján leikjum í sumar og á enn eftir að vinna leik í Pepsi-deildinni. Keflavík hefur aðeins skorað 8 mörk á 1620 mínútum eða mark á 202 mínútna fresti. Það líða því að meðaltali miklu meira en tveir heilir leikir á milli marka hjá Keflavíkurliðinu. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö met sem Keflvíkingar settu með því að falla úr Pepsi-deildinni í gær.Flestir leikir eftir hjá liði sem fellur úr 12 liða deild: 4 - Keflavík, 2018 3 - Þróttur, 2009 3 - Víkingur R., 2011 3 - Grindavík, 2012 3 - ÍA, 2013 3 - Þór Ak., 2014 3 - Keflavík, 2015 2 - ÍA, 2008 2 - Fjölnir, 2009 2 - ÍA, 2017Fljótastir til að falla í 12 liða deild: 26. ágúst (Keflavík - 2018) 31. ágúst (Þróttur - 2009) 13. september (Keflavík - 2015) 14. september (Þór Akureyri - 2014) 15. september (Fjölnir - 2009) 15. september (Víkingur R. - 2011) 16. september (Grindavík - 2012) 18. september (ÍA - 2008) 18. september (ÍA - 2013) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Keflvíkingar eru fallnir úr Pepsi-deildinni þrátt fyrir að Suðurnesjaliðið eigi enn eftir að spila fjóra leiki á tímabilinu. Keflavík er tólf stigum á eftir Fylki og Fjölni og gæti því náð þeim báðum að stigum ef þau ættu ekki eftir að mætast. Fylkir og Fjölnir eiga hins vegar eftir að mætast og enda því ekki bæði með 16 stig. Keflavík kemst því aldrei upp fyrir þau bæði og er fallið í Inkasso deildina. Keflavík varð þar með fyrsta liðið til að falla úr tólf liða deild með tólf stig ennþá í pottinum. Tólf liða deild var tekin upp árið 2008. Það voru ennfremur liðin níu ár síðan að lið féll síðast í ágústmánuði en Þróttarar féllu á síðasta degi ágústmánaðar árið 2009. Keflavíkingar slógu aftur á móti það met í sumar og hefur því sett tvö óvinsæl met í tólf liða deild. Keflavíkurliðið hefur aðeins náð í samtals fjögur stig úr átján leikjum í sumar og á enn eftir að vinna leik í Pepsi-deildinni. Keflavík hefur aðeins skorað 8 mörk á 1620 mínútum eða mark á 202 mínútna fresti. Það líða því að meðaltali miklu meira en tveir heilir leikir á milli marka hjá Keflavíkurliðinu. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö met sem Keflvíkingar settu með því að falla úr Pepsi-deildinni í gær.Flestir leikir eftir hjá liði sem fellur úr 12 liða deild: 4 - Keflavík, 2018 3 - Þróttur, 2009 3 - Víkingur R., 2011 3 - Grindavík, 2012 3 - ÍA, 2013 3 - Þór Ak., 2014 3 - Keflavík, 2015 2 - ÍA, 2008 2 - Fjölnir, 2009 2 - ÍA, 2017Fljótastir til að falla í 12 liða deild: 26. ágúst (Keflavík - 2018) 31. ágúst (Þróttur - 2009) 13. september (Keflavík - 2015) 14. september (Þór Akureyri - 2014) 15. september (Fjölnir - 2009) 15. september (Víkingur R. - 2011) 16. september (Grindavík - 2012) 18. september (ÍA - 2008) 18. september (ÍA - 2013)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira