Enski boltinn

Stuðningsmenn Man Utd gefa lítið fyrir stríðni Liverpool fólks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba og félagar eru að ganga í gegnum mótlæti þessa dagana.
Paul Pogba og félagar eru að ganga í gegnum mótlæti þessa dagana. Vísir/Getty
Það er ekki auðvelt að vera stuðningsmaður Manchester United eftir tvö töp í röð og vandræðalegan skell á heimavelli á móti Tottenham á mánudagskvöldið.

Útsendari BBC skellti sér niður í miðbæ Manchester og kannaði hljóðið í stuðningsmönnum Manchester United daginn eftir tapið.





Stuðningsmenn Man Utd eru auðvitað ekki mjög kátir með stöðuna en segja þó aðallega verið strítt af stuðningsfólki Liverpool.

Þau gefa flest lítið fyrir það enda geta að þeirra mati stuðningsmenn Liverpool lítið sagt á meðan félagið þeirra hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina.

Enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992 og Liverpool varð síðast enskur meistari árið 1990. Manchester United hefur aftur á móti unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum.

Annars var enginn uppgjafartónn í Manchester United fólkinu enda mikið eftir af tímabilinu og því nægur tími fyrir Jose Mourinho að koma hlutunum í lag.

„Hann er ennþá sá einstaki (the special one),“ sagði einn stuðningsmaður Manchester United um knattspyrnustjórann sinn. Mourinho virðist ennþá hafa stuðning bæði stjórnarinnar og svo margra stuðningsmanna liðsins.

Það má sjá allt myndbandið hjá BBC með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×