Enski boltinn

Liverpool framherjarnir eru ennþá þeir yngstu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen og Robbie Fowler fagna hér Evróputitli með þeim Jamie Carragher og Steven Gerrard.
Michael Owen og Robbie Fowler fagna hér Evróputitli með þeim Jamie Carragher og Steven Gerrard. Vísir/Getty
Raheem Sterling skoraði á dögunum sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni og aðeins tíu leikmenn í sögu deildarinnar hafa verið yngri á slíkum tímamótum.

Þegar Raheem Sterling skoraði sitt fimmtugasta mark á móti Arsenal þá var hann aðeins 23 ára og 247 daga.

Það er athyglisvert að skoða allan listann og sjá þá tíu leikmenn sem voru yngri en Raheem Sterling.

Raheem Sterling skoraði 18 af 50 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni á fyrstu fjórum tímabilum sínum með Liverpool.

Það eru einmitt tveir Liverpool strákar sem eru þeir einu sem hafa náð að skora 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni áður en þeir héldu upp á 21 árs afmælisdaginn.





Michael Owen var aðeins 20 ára og 251 dags gamall þegar hann bætti nokkra ára met Robbie Fowler. Fowler var fjórum dögum eldri.

Owen skoraði sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2000 til 2001 en hann lék sinn fyrsta leik í deildinni 1997.

Robbie Fowler hafði skorað sitt fimmtugasta deildarmark tímabilið 1995-96 en það var hans annað 25 marka tímabil með Liverpool. Eftir þrjú tímabil var hinn 21 árs gamli Fowler búinn að skora 65 mörk í 108 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Robbie Fowler skoraði alls 163 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er sjötti markahæstur frá upphafi. 120 af þeim komu fyrir Livepool.

Michael Owen er í áttunda sætinu með 150 mörk en hann skoraði 118 þeirra fyrir Liverpool áður en hann fór til Real Madrid.

Það er annars nóg af hetjum á þessum lista, Wayne Rooney er þriðji, Cristiano Ronaldo er í fimmta sæti og Harry Kane er einu sæti á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×