Erlent

Hundruð dauðra skjaldbaka fundust undan ströndum Mexíkó

Kjartan Kjartansson skrifar
Skjaldbökurnar fundust dauðar utan við Oaxaca-ríki, suðvestast í Mexíkó.
Skjaldbökurnar fundust dauðar utan við Oaxaca-ríki, suðvestast í Mexíkó. Vísir/EPA

Sjómenn fundu um 300 dauðar sæskjaldbökur fastar í netum í Kyrrahafi undan ströndum Oaxaca-ríkis í suðvestanverðu Mexíkó. Skjaldbökurnar eru taldar í útrýmingarhættu og aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að rúmlega hundrað þeirra fundust dauðar utan við Chiapas-ríki.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að verið sé að rannsaka hvað olli dauða sæskjaldbakanna. Óljóst er hvort að þær voru lífs eða liðnar þegar þær festust í veiðarfærunum. Sérfræðingar segja að mögulega hafi þær drepist af völdum eitraðra þörunga eða veiðiöngla eða að þær hafi kafnað þegar þær festust í netinu.

Skjaldbökurnar verpa eggjum sínum á ströndum Mexíkó frá maí og fram í september og eru taldar í mikilli útrýmingarhættu. Bannað hefur verið að veiða þær í Mexíkó frá árinu 1990 og liggja ströng viðurlög við því. Sérstakur ríkissaksóknari rannsóknar nú dauða skjaldbakanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.