Enski boltinn

Lið í tólftu deild á Englandi búið að selja treyjur fyrir átta milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmaður ClaptonCFC í búningnum vinsæla.
Leikmaður ClaptonCFC í búningnum vinsæla. Mynd/Twitter/@ClaptonCFC
Clapton CFC er langt frá því að geta talist til þekktari knattspyrnuliða Englands. Félagið er engu að síður komið í fréttirnar því keppistreyjur liðsins rjúka nú út eins og heitar lummur.

Clapton CFC, sem spilar í tólftu deildinni á Englandi, hefur nefnilegt selt 2500 eintök af útivallartreyju félagsins.





Clapton CFC hefur selt flestar treyjunar til Spánar en alls hefur félagið slet keppnistryejur fyrir 60 þúsund pund eða rúmlega átta milljónir íslenskra króna.

„Þetta hefur verið heilmikið sjokk fyrir okkur enda vön því miða við það að selja 250 treyjur á ári,“ sagði Thom sem sér um búningamál félagsins auk þess að spila með liðinu inn á vellinum.

„Við bjuggumst aldrei við því að það yrði tekið eftir okkar litla félagi á Spáni. Við erum engu að síður mjög ánægðir með það,“ sagði Thom við BBC.

Búningurinn vinsæli er í litum International Brigade, herflokki sem barðist gegn fasisma í Borgarastyrjöldinni á Spáni á fjórða áratug síðustu aldar.





Leikmenn Clapton CFC klæddust treyjunni í fyrsta sinn í æfingaleik á laugardaginn og aðeins 232 mættu á leikinn. Pantanirnir hafa síðan streymt inn.

Félagið hefur þurft að hækka verðið úr 25 pundum upp í 35 pund til að ráða við alla eftirspurnina.

Clapton er í eigu stuðningsmanna og það hefur eignast tuttugu nýja eigendur frá Spáni. Eigendur Clapton eru nú orðnir fleiri en 400.

Félagið var stofnað í júní eftir að hafa klofnað frá Clapton FC sem spilar í Essex Senior deildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×