Enski boltinn

Ryan Giggs: Mourinho er rétti maðurinn fyrir Manchester United

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Giggs stendur með Mourinho í gegnum súrt og sætt.
Giggs stendur með Mourinho í gegnum súrt og sætt. Getty
Leikjahæsti leikmaður í sögu Manchester United, Ryan Giggs segir að stjóri félagsins, Jose Mourinho sé rétti maðurinn í starfið þrátt fyrir afleita byrjun í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United er nú þegar sex stigum á eftir toppliði Liverpool og aðeins eru búið að leika þrjár umferðir af deildinni.

Rauðu djöflarnir byrjuðu tímabilið á að vinna Leicester í opnunarleik deildarinnar en hafa í kjölfarið tapað tveimur leikjum í röð. Fyrst gegn Brighton og svo stórtap á heimavelli gegn Tottenham, 3-0.

Margir stuðningsmenn Manchester United eru orðnir þreyttir á Mourinho og spilamennsku liðsins en goðsagnir félagsins hafa verið duglegir að standa við bakið á Portúgalanum.

Gary Neville og Bryan Robson stóðu við bakið á Mourinho fyrr í vikunni en nú er komið að Giggs.

„Manchester United er nú þegar með frábæran stjóra,“ sagði Giggs er hann var spurður hvort hann sæi fyrir sér að taka við stjórastöðunni af Mourinho.

„Félagið er að ganga í gegnum erfiða tíma en það þarf að komast í gegnum þessa tíma. Ég sé ekki hvert félagið á að leita eftir Mourinho. Ég tel að það hafi rétta manninn í brúnni og ætti að halda sig við hann.“

„Félagið, leikmenn og aðdáendur verða að standa saman,“ sagði Giggs að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×