Enski boltinn

Gylfi á skotskónum í sigri Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu í kvöld.
Gylfi fagnar markinu í kvöld. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum fyrir Everton sem er komið áfram í enska deildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Rotherham.

Gylfi kom Everton yfir á 28. mínútu en eftir skot Sandro barst boltinn til Gylfa sem skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.

Dominic Calvert-Lewin tvöfaldaði forystuna á 61. mínútu áður Will Vaulks minnkaði muninn á 86. mínútu.

Mínútu síðar skoraði Calvert-Lewin annað mark sitt og þriðja mark Everton. Lokatölur 3-1.

Everton er því komið áfram í næstu umferð bikarsins. Gylfi spilaði í 66 mínútur.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmanahóp Reading sem tapaði 2-0 gegn Watford á heimavelli.

Newcastle kastaði frá sér unnum leik gegn Notthingam Forest en Newcastle leiddi 1-0 á 89. mínútu en lokatölur urðu 3-1 sigur Nottingham Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×