Enski boltinn

Íslandsleikurinn í Nice er nú gleymdur og grafinn hjá Roy Hodgson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson í Nice 27. júní 2016.
Roy Hodgson í Nice 27. júní 2016. Vísir/Getty

Roy Hodgson skrifaði í dag undir nýjan langan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace.

Nýr samningur Crystal Palace og Roy Hodgson nær til ársins 2020. Endurkoma hans eftir áfallið á móti íslenska landsliðinu er nú fullkomnuð.Þjálfaraferill Roy Hodgson spannar nú 43 ár og hann hefur nú eflaust sett stefnuna á því að ná 50 árum.

Það leit hinsvegar ekki út fyrir það eftir 2-1 tap enska landsliðsins á móti Íslandi í sextán liða úrslitum á EM í Frakklandi 2016.

Roy Hodgson sagði upp störfum eftir leikinn og var síðan atvinnulaus í langan tíma. Allt benti til þess að hans tími væri liðinn.  

Hodgson fékk hinsvegar tækifærið hjá Crystal Palace þegar Lundúnafélagið var í slæmum málum í ensku úrvalsdeildinni í fyrravetur. Þegar Hodgson mætti á Selhurst Park þá var liðið bæði stigalaust og markalaust eftir fjóra leiki.

Hodgson sýndi snilli sína með því að snúa við blaðinu hjá Crystal Palace og liðið náði á endanum ellefta sæti í deildinni. Liðið tapaði fyrstu sjö leikjum sínum og varð fyrsta liðið sem gerir það og nær að halda sæti sínu.

Íslandsleikurinn frá því í Nice er nú gleymdur og grafinn hjá Roy Hodgson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.