Erlent

Casey Affleck biðst afsökunar á ófagmannlegri hegðun

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Casey Afflesck hlaut Óskarsverðlaun árið fyrir leik sinni í myndinni Manchester by the Sea.
Casey Afflesck hlaut Óskarsverðlaun árið fyrir leik sinni í myndinni Manchester by the Sea. Vísir/Getty

Casey Afleck hefur beðist afsökunar á hegðun sinni við tökur á myndinni I‘m still here sem kom út árið 2010. „Ég hagaði mér, og leyfði öðrum að haga sér, á mjög ófagmannlegan hátt og mér þykir það leitt,“ sagði Affleck í viðtali við Associated Press.

Tvær konur sem unnu að gerð myndarinnar kærðu Affleck en þær sökuðu hann um kynferðislega áreitni gegn sér á meðan að tökum á myndinni stóð en Affleck leikstýrði henni. Hann neitaði ásökununum og var gert samkomulag við konurnar utan dómstóla.

Casey Affleck hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir leik sinn í myndinni Manchester by the Sea. Ætlast var til þess að hann myndi veita verðlaun á hátíðinni í ár en hann afþakkaði það og segir það hafa verið það rétta að gera í stöðunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.