Erlent

Casey Affleck biðst afsökunar á ófagmannlegri hegðun

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Casey Afflesck hlaut Óskarsverðlaun árið fyrir leik sinni í myndinni Manchester by the Sea.
Casey Afflesck hlaut Óskarsverðlaun árið fyrir leik sinni í myndinni Manchester by the Sea. Vísir/Getty
Casey Afleck hefur beðist afsökunar á hegðun sinni við tökur á myndinni I‘m still here sem kom út árið 2010. „Ég hagaði mér, og leyfði öðrum að haga sér, á mjög ófagmannlegan hátt og mér þykir það leitt,“ sagði Affleck í viðtali við Associated Press.

Tvær konur sem unnu að gerð myndarinnar kærðu Affleck en þær sökuðu hann um kynferðislega áreitni gegn sér á meðan að tökum á myndinni stóð en Affleck leikstýrði henni. Hann neitaði ásökununum og var gert samkomulag við konurnar utan dómstóla.

Casey Affleck hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir leik sinn í myndinni Manchester by the Sea. Ætlast var til þess að hann myndi veita verðlaun á hátíðinni í ár en hann afþakkaði það og segir það hafa verið það rétta að gera í stöðunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×