Erlent

Aretha Franklin er látin

Samúel Karl Ólason skrifar
Aretha Franklin á tónleikum árið 1993.
Aretha Franklin á tónleikum árið 1993. Vísir/AP

Söngkonan og sálargoðsögnin Aretha Franklin er látin. Útgefandi hennar tilkynnti fjölmiðlum það í Bandaríkjunum nú fyrir skömmu. Hún var 76 ára gömul og lést á heimili sínu í Detroit í morgun. Hún lést vegna krabbameins í brisi.

Franklin vann til 18 Grammy verðlauna og var ein söluhæsta tónlistarkona allra tíma.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Franklin segir að þau hafi misst kjölfestu fjölskyldunnar og eigi erfitt með að lýsa sársaukanum sem því fylgir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.