Íslenski boltinn

Sjö af átta elstu flokkum Blika á toppsætinu í Íslandsmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar hafa fagnað í allt sumar.
Blikar hafa fagnað í allt sumar. Vísir/Eyþór

Þetta hefur verið ár Blika í fótboltanum og þá skiptir engu máli hvort við erum að tala um meistaraflokka félagsins eða yngri flokkana.

Breiðablik er á toppnum þegar þetta er skrifað í bæði Pepsi deild karla og Pepsi deild kvenna.
Báðir meistaraflokkar félagsins eru líka komnir í bikaúrslitin þar sem stelpurnar mæta Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld.

Fimm af sex liðum Blika í 2., 3. og 4. flokki karla og kvenna eru síðan í efsta sæti á Íslandsmótinu.

Það er einn „svartur sauður“ í elstu flokkum félagsins en stelpurnar í 3. flokki kvenna eiga enn möguleika á að bæta úr því og komast á toppinn líka.

Það er ekki slæmt að vera í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppnum og eiga leik til góða. Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokknum vinnst líka í úrslitaleik og því skiptir öllu máli að ná öðru af tveimur efstu sætunum og komast í undanúrslitin.

Samtals hafa þessi átta flokkar Blika unnið 70 af 90 leikjum sínum á Íslandsmótinu í sumar og aðeins tapað 9 þeirra. Mörkin eru orðin 257 talsins.

Það þýðir að þessi átta Blikalið hafa skorað 2,8 mörk að meðaltali í leik í sumar og marktala þeirra eru 188 mörk í plús.


Staða karla- og kvennalið Breiðabliks á Íslandsmótinu:

Meistaraflokkur karla: 1. sæti (2 stiga forskot á Íslandsmeistara Vals)
Meistaraflokkur kvenna: 1. sæti (2 stiga forskot á Íslandsmeistara Þór/KA)

2. flokkur karla: 1. sæti (4 stiga forskot á ÍA/Kára/Skallagrím)
2. flokkur kvenna: 1. sæti (9 stiga forskot á Stjörnunni)

3. flokkur karla: 1. sæti (4 stiga forskot á FH)
3. flokkur kvenna: 3. sæti (4 stigum á eftir Fjölni)

4. flokkur karla: 1. sæti (4 stiga forskot á Stjörnuna)
4. flokkur kvenna: 1. sæti (6 stiga forskot á Stjörnuna)


Sigurleikir Blikaliðanna á Íslandsmótinu

Meistaraflokkur karla: 10 sigrar í 16 leikjum (4 jafntefli, 2 töp)
Meistaraflokkur kvenna: 11 sigrar í 13 leikjum (1 jafntefli, 1 tap)

2. flokkur karla: 10 sigrar í 12 leikjum (1 jafntefli, 1 tap)
2. flokkur kvenna: 8 sigrar í 10 leikjum (2 jafntefli)

3. flokkur karla: 9 sigrar í 10 leikjum (1 jafntefli)
3. flokkur kvenna: 6 sigrar í 10 leikjum (1 jafntefli, 3 töp)

4. flokkur karla: 8 sigrar í 9 leikjum (1 tap)
4. flokkur kvenna: 8 sigrar í 10 leikjum (1 jafntefli, 1 tap)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.