Íslenski boltinn

Sjö af átta elstu flokkum Blika á toppsætinu í Íslandsmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar hafa fagnað í allt sumar.
Blikar hafa fagnað í allt sumar. Vísir/Eyþór
Þetta hefur verið ár Blika í fótboltanum og þá skiptir engu máli hvort við erum að tala um meistaraflokka félagsins eða yngri flokkana.

Breiðablik er á toppnum þegar þetta er skrifað í bæði Pepsi deild karla og Pepsi deild kvenna.

Báðir meistaraflokkar félagsins eru líka komnir í bikaúrslitin þar sem stelpurnar mæta Stjörnunni á Laugardalsvellinum í kvöld.

Fimm af sex liðum Blika í 2., 3. og 4. flokki karla og kvenna eru síðan í efsta sæti á Íslandsmótinu.

Það er einn „svartur sauður“ í elstu flokkum félagsins en stelpurnar í 3. flokki kvenna eiga enn möguleika á að bæta úr því og komast á toppinn líka.

Það er ekki slæmt að vera í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppnum og eiga leik til góða. Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokknum vinnst líka í úrslitaleik og því skiptir öllu máli að ná öðru af tveimur efstu sætunum og komast í undanúrslitin.

Samtals hafa þessi átta flokkar Blika unnið 70 af 90 leikjum sínum á Íslandsmótinu í sumar og aðeins tapað 9 þeirra. Mörkin eru orðin 257 talsins.

Það þýðir að þessi átta Blikalið hafa skorað 2,8 mörk að meðaltali í leik í sumar og marktala þeirra eru 188 mörk í plús.



Staða karla- og kvennalið Breiðabliks á Íslandsmótinu:

Meistaraflokkur karla: 1. sæti (2 stiga forskot á Íslandsmeistara Vals)

Meistaraflokkur kvenna: 1. sæti (2 stiga forskot á Íslandsmeistara Þór/KA)

2. flokkur karla: 1. sæti (4 stiga forskot á ÍA/Kára/Skallagrím)

2. flokkur kvenna: 1. sæti (9 stiga forskot á Stjörnunni)

3. flokkur karla: 1. sæti (4 stiga forskot á FH)

3. flokkur kvenna: 3. sæti (4 stigum á eftir Fjölni)

4. flokkur karla: 1. sæti (4 stiga forskot á Stjörnuna)

4. flokkur kvenna: 1. sæti (6 stiga forskot á Stjörnuna)



Sigurleikir Blikaliðanna á Íslandsmótinu

Meistaraflokkur karla: 10 sigrar í 16 leikjum (4 jafntefli, 2 töp)

Meistaraflokkur kvenna: 11 sigrar í 13 leikjum (1 jafntefli, 1 tap)

2. flokkur karla: 10 sigrar í 12 leikjum (1 jafntefli, 1 tap)

2. flokkur kvenna: 8 sigrar í 10 leikjum (2 jafntefli)

3. flokkur karla: 9 sigrar í 10 leikjum (1 jafntefli)

3. flokkur kvenna: 6 sigrar í 10 leikjum (1 jafntefli, 3 töp)

4. flokkur karla: 8 sigrar í 9 leikjum (1 tap)

4. flokkur kvenna: 8 sigrar í 10 leikjum (1 jafntefli, 1 tap)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×