Íslenski boltinn

Myndasyrpa: Blikar fagna bikarmeistaratitlinum í mjólkurbaði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar
Sonný Lára Þráinsdóttir fagnar með ungum stuðningsmönnum Blika
Sonný Lára Þráinsdóttir fagnar með ungum stuðningsmönnum Blika vísir/vilhelm
Breiðablik er bikarmeistari í fótbolta eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í kvöld.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Guðrún Arnardóttir gerðu mörk Breiðabliks í fyrri hálfleik áður en Telma Hjaltalín Þrastardóttir minnkaði metin fyrir Stjörnuna í lokin. 

Blikar eru því sigurvegarar Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í Laugardalnum í kvöld og tók þessar myndir af fögnuðinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.