Pálmi Rafn: Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Pálmi Rafn átti fínan leik á Akureyri í dag. vísir/bára KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann