Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:30 Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“ Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08