Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:30 Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“ Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08