Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:30 Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“ Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn. Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum tóku gildi í Danmörku í gær. Nokkur hundruð manns mótmæltu í Kaupmannahöfn í gær en lögin eru af mörgum sögð byggja á fordómum í garð múslima. Meðal höfuðfata sem óheimilt er að klæðast á opinberum stöðum samkvæmt lögunum eru þjófalambhúshetta, búrka og svokallað Niqab. „Við viljum taka okkur stöðu gegn pólitísku íslam, gegn bókstafstrúarmönnum í samfélagi okkar. Sumt fólk telur sig vera í fullum rétti til að ganga með höfuðslæðu sem hylur allt andlitið, yfirvöld geta ekki séð andlitið. Það er þetta sem við viljum standa gegn,“ segir Martin Henriksen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, í samtali við Reuters. Mótmælendur voru á öðru máli. „Þetta hryggir mig, þessi lög mismunafólki. Þetta eru fáránleg lög sem eru óskiljanleg í framkvæmd,“ segir mótmælandinn Hanni Ali. Ólafur Steinar Gestsson, íslenskur fréttaljósmyndari sem staddur var á mótmælunum í gær, segir þau hafa farið friðsamlega fram. „Löggan var ekki að stöðva fólk og var ekki að gefa út sektir eins og lögin gefa til kynna,“ segir Ólafur. Þá segir hann afar skiptar skoðanir vera um bannið í Danmörku en til að mynda hafi margir af stærstu fjölmiðlum landsins tekið afstöðu með eða á móti. „Politikken var með stóra forsíðu í morgun þar sem þeir skrifa að þetta væri rangt og Berlingske, annað dagblað, skrifar að þetta væri rétta leiðin til að hjálpa konum sem bera þennan höfuðbúnað.“
Tengdar fréttir Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Búrkubann tekur gildi í Danmörku Lög sem banna fólki að hylja andlit sitt á opinberum stöðum í Danmörku taka gildi í dag. 1. ágúst 2018 10:08