Móðir Bin Laden tjáir sig í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 11:34 Osama Bin Laden. Vísir/Getty Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann. Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann.
Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira