Enski boltinn

Nýjasti leikmaður Everton tvisvar sinnum hafnað Liverpool

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lucas Digne
Lucas Digne vísir/getty
Franski varnarmaðurinn Lucas Digne gekk til liðs við Everton í vikunni en þessi fyrrum leikmaður Roma og PSG kemur til Everton eftir eins árs dvöl hjá Barcelona.

Myndir af Digne í læknisskoðun kappans hjá Everton vöktu athygli vegna húðflúrs sem hann ber á bringunni. Þar stendur „I never walk alone“ og var Digne um leið gefið að sök að vera stuðningsmaður Liverpool. Svo er þó ekki.

„Það er saga á bak við húðflúrið en hún tengist ekki fótbolta. Þegar ég var þriggja eða fjögurra ára gamall á leið í skólann í fyrsta sinn gáfu foreldrar mínir mér hálsmen með þessum orðum.“

„Kannski eru stuðningsmenn Liverpool svona reiðir af því að ég hef tvisvar hafnað því að fara til Liverpool,“ segir Digne.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×