Enski boltinn

Everton kaupir fyrrum leikmann Barcelona og PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Digne.
Lucas Digne. Mynd/Twitter-síða Everton
Lucas Digne er orðinn liðfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton en félagið hefur gengið frá kaupum á honum frá Barcelona.

Everton borgar Barcelona 18 milljónir punda fyrir þennan vinstri bakvörð en upphæðin gæti endaði í 20 milljónum punda með bónusum.

„Everton er stór klúbbur með mikla sögu. Ég vil spila leiki, vinna leiki og gleðja stuðningsmenn félagsins með flottum fótbolta,“ sagði Lucas Digne í viðtali við heimasíðu Everton.







Lucas Digne er 25 ára gamall og hefur verið í herbúðum Barcelona frá 2016. Spænska félagið fékk hann frá Paris Saint Germain. PSG lánaði Digne til Roma tímabilið á undan.

Lucas Digne hefur ekki fengið mikið að spila hjá Barcelona undanfarin ár en hann gerir fimm ára samning við Everton.

„Ég vil sýna hvað ég get og fá um leið að kynnast bestu deild í heimi. Allir elska ensku úrvalsdeildina. Ég elska það að ég sé kominn hingað. Ég er ekki hræddur og ég er mjög spenntur. Þetta er ný áskorun fyrir mig, að kynnast nýju landi, nýju fólki og kynnast svona frábærum klúbbi eins og Everton. Þetta er frábært,“ sagði Lucas Digne.





Lucas Digne var í hóp Frakka á EM 2016 en spilaði ekki. Hann komst síðan ekki í HM-hóp Frakka í ár en var á svokallaðri bakvakt á HM í Rússlandi.

Mynd/Twitter-síða Everton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×