Enski boltinn

Jesus með Man City næstu fimm árin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gabriel Jesus líður vel hjá Man City
Gabriel Jesus líður vel hjá Man City Vísir/Getty
Brasilíski markahrókurinn Gabriel Jesus er búinn að framlengja samning sinn við Englandsmeistara Manchester City um fimm ár.

Jesus kom til Man City frá Palmeiras í heimalandinu í janúar 2017 og byrjaði strax að láta til sín taka þar sem hann skoraði sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Á sínu fyrsta heila tímabili með Man City skoraði Jesus sautján mörk í 42 leikjum í öllum keppnum.

Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er í skýjunum með nýja samninginn.

„Besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu var að koma til Man City. Síðan ég kom hingað hef ég bætt mig mikið; bæði sem atvinnumaður og sem persóna. Ég vil líka þakka stuðningsmönnum fyrir hve frábærlega þeir hafa tekið mér,“ sagði Jesus við undirskriftina.

Jesus verður í eldlínunni með Man City þegar liðið mætir Chelsea á Wembley á morgun í leiknum um Samfélagsskjöldin. Leikurinn hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×