Erlent

Fjögurra manna fjölskylda fórst í flugslysi

Bergþór Másson skrifar
Lítil svissnesk flugvél. Mynd tengist frétt ekki beint.
Lítil svissnesk flugvél. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Getty

Lítil flugvél brotlenti í skógi í nágrenni Hergiswilbæjar í Sviss í dag. Svissnesk fjögurra manna fjölskylda, par og tvö börn, létust í slysinu.

Flugvélin var á leið frá Sviss til Frakklands og brotlenti einungis 20 mínútum eftir flugtak í skógi stutt frá flugvellinum.

Ekki er ljóst hversu margir farþegar voru í vélinni eða hvers vegna flugvélin brotlenti en svissnesk yfirvöld rannsaka nú málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.