Enski boltinn

Man Utd hafnaði fyrsta tilboði Barcelona í Pogba

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimsmeistari.
Heimsmeistari. vísir/getty
Greint var frá því í gær að umboðsmaðurinn skrautlegi, Mino Raiola, reyni nú allt hvað hann getur að koma skjólstæðing sínum, franska miðjumanninum Paul Pogba, frá Manchester United til Barcelona.

Samkvæmt heimildum Sky Italy hafnaði Man Utd tilboði frá spænsku meisturunum í gærkvöldi.

Tilboðið hljóðaði upp á 45 milljónir punda og að þeir Yerry Mina og Andre Gomes myndu fara í skiptum frá Barcelona til Man Utd. Var tilboðinu umsvifalaust hafnað.

Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað að kvöldi næstkomandi fimmtudags en hann er opinn út mánuðinn á Spáni.

Barcelona hefur varið háum fjárhæðum á leikmannamarkaðnum í sumar með kaupum á Clement Lenglet, Arthur, Malcom og nú síðast Arturo Vidal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×