Enski boltinn

Pogba mættur til æfinga en Raiola vill koma honum til Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í stuði á HM í sumar.
Pogba í stuði á HM í sumar. vísir/getty
Paul Pogba er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United eftir að hafa fengið gott frí eftir að orðið heimsmeistari með Frakklandi í sumar.

Pogba var þar af leiðandi ekki með United í Bandaríkjunum í æfingarferð en myndir voru birtar af Pogba á æfingarsvæði United í dag að grínast í liðsfélaga sínum Eric Bailly.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, er þó á Englandi og er hann sagður vilja koma Pogba til Barcelona áður en félagsskiptaglugginn lokar á fimmtudagskvöldið því deildin sjálf hefst á föstudag.

Juventus er einnig sagt áhugasamt um að fá Pogba aftur til félagsins en Juventus seldi Pogba til United sumarið 2016 fyrir 93 milljónir punda.

Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við United en hann viðurkenndi í viðtali fyrir HM að hann og Jose Mourinho, stjóri United, hafi átt í smá vandræðum sín á milli á síðustu leiktíð.

Mourinho sagði þó á dögunum að hann hefði trú á Pogba og hvatti hann til þess að mæta til leiks og gefa allt sem hann á fyrir United á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×