Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 12:43 Brock Turner. Vísir/Getty Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners, fyrrverandi nemanda og sundkappa við Stanford-háskóla, um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. Lögmaður Turners bað um að dómnum yrði áfrýjað á grundvelli þess að Turner hefði ekki nauðgað konunni heldur stundað með henni „utanklæðakynlíf“. Þrír dómarar í borginni San Jose í Kaliforníu höfnuðu beiðninni á miðvikudag. Byggðu þeir úrskurð sinn meðal annars á því að sönnunargögn skorti í málflutningi lögmannsins og verður Turner því áfram á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Við réttarhöld í júlí fór lögmaður Turners fram á að dómnum yrði snúið við og bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku. Hann skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem „getnaðarlim færi ekki inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar hafi þannig ekki verið til staðar. Lögmaðurinn hélt því einnig fram að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin.Vakti mikla athygli Mál Turners, sem einnig er þekktur undir nafninu Stanford-nauðgarinn, vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í sex mánaða fangelsi þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Hann afplánaði helming dómsins, þrjá mánuði. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners, fyrrverandi nemanda og sundkappa við Stanford-háskóla, um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. Lögmaður Turners bað um að dómnum yrði áfrýjað á grundvelli þess að Turner hefði ekki nauðgað konunni heldur stundað með henni „utanklæðakynlíf“. Þrír dómarar í borginni San Jose í Kaliforníu höfnuðu beiðninni á miðvikudag. Byggðu þeir úrskurð sinn meðal annars á því að sönnunargögn skorti í málflutningi lögmannsins og verður Turner því áfram á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Við réttarhöld í júlí fór lögmaður Turners fram á að dómnum yrði snúið við og bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku. Hann skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem „getnaðarlim færi ekki inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar hafi þannig ekki verið til staðar. Lögmaðurinn hélt því einnig fram að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin.Vakti mikla athygli Mál Turners, sem einnig er þekktur undir nafninu Stanford-nauðgarinn, vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í sex mánaða fangelsi þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Hann afplánaði helming dómsins, þrjá mánuði. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51