Hamas lýsa yfir vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2018 22:37 Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag. Vísir/AP Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas segja að vopnahlé hafi náðst á Gasaströndinni og það hafi tekið gildi. Ísraelar segja hins vegar að engin sátt hafi náðst í kjölfar átaka í tvo daga. Hins vegar verði „þögn svarað með þögn“. Undanfarnar vikur hefur sprengjum reglulega rignt sitt hvoru megin við landamærin en síðustu tvo daga hefur ástandið þótt sérstaklega slæmt. Ísraelsmenn gerðu árásir á minnst 150 skotmörk á Gasa í dag og í gær og tugum sprengja og eldflauga hefur verið skotið að Ísrael. Þrír eru sagðir hafa fallið á Gasa. Einn meðlimur Hamas auk óléttrar konu og 18 mánaða barns hennar. Sjö særðust í Ísrael. Í samtali við Reuters segir palestínskur embættismaður að Egyptar hafi komið að vopnahléinu.Eftir að langdrægri eldflaug var skotið að Ísrael sprengdu Ísraelar fimm hæða hús sem þeir sögðu að eldflaugum hefði verið skotið frá. Fyrst var smáum sprengjum varpað á húsið, svo íbúar myndu yfirgefa það, og var því fylgt eftir með loftárás sem jafnaði húsið við jörðu. Hamas neita því að hafa notað húsið.Earlier today, IDF fighter jets targeted a 5-story building in Rimal, northern Gaza. Hamas‘ interior security forces used the building for military purposes pic.twitter.com/bGbdzDczDy — IDF (@IDFSpokesperson) August 9, 2018 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í kvöld að öryggissveitir landsins myndu halda áfram að „beita afli gegn hryðjuverkasamtökum“.Samkvæmt Times of Israel telja yfirvöld ríkisins að ómögulegt sé að gera langvarandi vopnahlé við Hamas og er verið að skoða að grípa til umfangsmikilla aðgerða og senda fjölda hermanna inn á Gasa. Markmiðið væri ekki að reka Hamas frá Gasa, heldur að þvinga þá til að komast að samkomulagi við Ísrael.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15
Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. 8. ágúst 2018 21:36
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila